Halló Reykjavik ! Umferðarþunginn á Suðurgötu er allt of mikill. Hluti af honum má útskýra með strætó umferð. Engin stoppustöð er í götunni. Það eru til betri leiðir en gegnum þessa fallegu og friðsælu götu til að komast inn á Hringbraut/miklubraut frá miðbæ. -Til dæmis meðfram sjó í átt að Granda eða meðfram tjörninni. [Framhald í næsta glugga]
Ég mundi vilja sjá þarna auknar hraðahindranir og að strætóumferð væri beint annað (sem og annari rútuumferð sem er þarna allan sólarhringinn). Þarna er engin stoppistöð svo af hverju fara ekki vagnarnir Túngötu og Hofsvallagötu til að komast á Hringbraut - þar eru jú stoppistöðvar! Svo er gjörsamlega óþolandi að vakna við hávaðann af þessum biluðu/ólöglegu hljóðkútum, bifhjólamenn ættu að temja sér betri hegðun en að keyra um íbúagötur á þessum hávaðabelgjum.
Umferðarhraðinn í götunni er of mikill. Það er í tísku að kitla bensín-pinnann upp þessa götu, okkur íbúum til mikillar óánægju. Oftar en ekki vaknar maður á næturnar við ólöglega hljóðkúta blístandi að krafti. Hvað er til ráða ? -Fjölga hraðahindrunum verulega. Bæði fyrir bíla og hjól. -Beina strætisvögnumm borgarinnar aðra leið inná aðalbraut. -Taka hraðamælingu í götunni reglulega. -Taka hljóðkútamælingu á mótorhjólunum sem hanga á Ingólfstorgi. Flestir þeirra eru ólöglegir.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation