Hvað viltu láta gera? Tryggja örugga gönguleið á milli tveggja bygginga Björtuhlíðar, annars vegar við Stakkahlíð og hinsvegar við Grænuhlíð. Setja gangbraut og hraðahindrun í Bogahlíð og lagfæra gönguleið frá Bogahlíð að Björthlíð v/Grænuhlíð svo að gengið sé ekki á bílastæði. Einnig þyrfti að bæta lýsingu á leiðinni, sérstaklega á bílastæðinu og við Bogahlíð. Hvers vegna viltu láta gera það? Mikill fjöldi fólks gengur á milli leikskólanna tveggja á hverjum degi. Nú er gengið beint yfir Bogahlíðina þar sem er ekki gangbraut né hraðahindrun og þar er iðulega keyrt vel yfir hraðamörkum. Á milli Björtuhlíðar v/Grænuhlíð og Bogahlíðar er svo að stórum hluta gengið yfir óskipulagt bílastæði þar sem er ekki gangstígur eða viðeigandi lýsing. Það þarf að tryggja að hægt sé að ganga á milli leikskólanna á sem öruggastan hátt sérstaklega í ljósi þess að stór hluti vegfarenda eru leikskólabörn.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hluti hugmyndar flokkast einnig sem viðhalds- eða öryggisverkefni. Viðhalds- og öryggisverkefni eru ekki lengur hluti af lýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Réttur farvegur fyrir slíkar hugmyndir eru á vefnum: https://abendingar.reykjavik.is/. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation