Hvað viltu láta gera? Sundlaug Vesturbæjar yrði stækkuð og þar bætt við rennibrautarlaug með þreföldum rennibrautum eins og er við flestar aðrar sundlaugar á landinu. Lóðin í kringum sundlaugina yrði svo hönnuð sem fjölskyldusvæði með ærslabelg, æfingatækjum, bekkjum, klifurvegg, o.s.frv. Það þarf líka að skilja eftir gott svæði með grasi til að hlaupa á. (það mætti í leiðinni byggja nýja búningsklefa með aðgengi fyrir alla). Hvers vegna viltu láta gera það? Það er lítið af stórum grænum svæðum í Vesturbænum, hvað þá inni í miðju hverfi. Þessi lóð ætti að nýtast öllum.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmynd þessi var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins. Þær 5 hugmyndir sem fengu flest like í hverju hverfi, af þeim sem eru tækar, fara sjálfkrafa á kjörseðlana. Þín hugmynd var ein af efstu fimm og er því sjálfkrafa komin á kjörseðilinn í þínu hverfi. Hugmynd var aðlöguð í samráði við hugmyndahöfund og snýr einungis að lóðinni við sundlaug Vesturbæjar. Stækkun á sundlauginni sjálfri og að bæta við laug rúmast ekki innan fjárhagsramma hverfisins og er skipulagsferill þess verkefnis yrði langur fyrir verkefnið Hverfið mitt. Næsta skref í verkefninu er að velja aðrar þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
Líka gera innilaug fyrir sundkennslu og æfingar þá verða allir kátir. Pláss fyrir alla og börn og ungmenni fá þá sundkennslu sem þau þurfa.
Það er lítið af stórum grænum svæðum í Vesturbænum, hvað þá inni í miðju hverfi. Þessi lóð ætti að nýtast öllum íbúum hverfisins.
Það er gamalt loforð frá því að Vesturbæjarlaug var byggð fyrst að það yrði innilaug fyrir sundkennslu.
Innisundlaug til viðbótar þá geta allir synt og b0örn og ungmenni í skóla/æfingarsundi fá sitt pláss og við hin okkar pláss að synda. Snjöll hugmynd að nota lóðina betur.
Þetta hljómar vel! En það er líka nauðsynlegt að byggja laug fyrir kennslu og sundæfingar. Það er löngu hætt að ganga upp að hafa bara tvær sundbrautir lausar fyrir alla sem synda eftir vinnu á virkum dögum.
Styð þessa hugmynd og svo er mikil þörf á að byggja innilaug fyrir sundæfingar
Èg vil gjarnan fá þarna leiktæki sem ömmur og pabbar, fullorðna fólkið getur líka leikið sér í með börnunum. Þarna má líka vera grillaðstaða, bekkir og borð.
Mikilvægt skipulagsverkefni!
Kæri hugmyndahöfundur, Til hamingju hugmyndin þín hlaut kosningu í Hverfið mitt 2021. Alls voru 111 hugmyndir kosnar og munu þær koma til framkvæmda á árinu 2022, niðurstöður kosninga má sjá á www.Hverfidmitt.is. Næsta haust hefst hugmyndasöfnun að nýju og gefst þá Reykvíkingum aftur tækifæri til þess að setja inn hugmyndir að verkefnum sem gera hverfi borgarinnar betri og skemmtilegri. Við þökkum þér kærlega fyrir þína þátttöku og viljum hvetja þig til þess að halda áfram að vera virkur þátttakandi í málefnum hverfisins. Ýmsar leiðir eru fyrir borgarbúa til þess að hafa áhrif á þróun borgarsamfélagsins og síns nærumhverfis. Íbúaráð Reykjavíkurborgar eru lifandi samstarfsvettvangur samráðs íbúa, félagasamtaka, atvinnulífs og borgaryfirvalda. Virk íbúaráð eru í öllum hverfum Reykjavíkur og funda þau í hverjum mánuði yfir vetrarmánuðina. Nánari upplýsingar er að finna hér: https://reykjavik.is/ibuarad. Einnig viljum við vekja athygli á því að ábendingavefurinn er alltaf opinn fyrir borgarbúa sem vilja láta vita af einhverju sem betur má fara í umhverfinu eða þarfnast lagfæringar: https://abendingar.reykjavik.is/. Bestu kveðjur, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation