Ábendingarvefur Reykjavíkurborgar er gagnlegt verkfæri til að koma athugasemdum á framfæri við borgaryfirvöld. Hins vegar er kerfið afar ógagnsætt þegar ábendingum hefur verið komið á framfæri. Engin leið er að fylgjast með framganginum, sjá hvaða aðrar ábendingar hafa verið settar inn eða bæta upplýsingum við ábendingu í kerfinu. Sambærileg opin kerfi eru mýmörg. Mjög algeng í hugbúnaðarþróun en þekkjast líka í öðrum samhenngjum, m.a. sem ábendingakerfi borga: https://patras.sense.city/
Svona opin ábendingakerfi eru ekki óþekkt hér á landi. Borgarlínan setti t.a.m. upp þetta kerfi í tengslum við samráðsferli við gerð matsáætlun fyrstu lotu: https://borgarlinavefsja.netlify.app/
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation