Á sumrin er lítið um að vera í félagsmiðstöðinni fyrir eldri borgara og þau sitja þá mikið úti í sólinni á tveimur bekkjum fyrir framan innganginn. Annar bekkurinn er orðinn mjög lúinn, það vantar fleiri bekki og borð, kannski blóm eða eitthvað sem bætir aðstöðuna þarna fyrir utan og gerir fallegri og vistlegri. (Hugmynd sett inn af verkefnastjóra að beiðni íbúa í Aflagranda 40).
Það er lítið við að vera á sumrin, engin dagskrá, og þá þarf þessi aðstaða að vera betri, svo fólkið á svæðinu geti notið samverunnar í góða veðrinu.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Sammála ,
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation