Hraðahindrunin við upphaf Eskihlíðar, beint frá hringtorgi, er mjög ónýt. Eftir vinnu þarna í sumar virðst sem hraðahindrunin hafi eyðilagst og er nú mjög holótt og erfitt að keyra yfir hana á gömlum, viðkvæmum bílum. Ég legg til að hraðahindrunin verði endurgerð hið snarasta.
Að mínu mati er hraðahindrunin hættuleg eins og hún er. Fólk vandar sig mikið að keyra yfir hana og hirðir þar af leiðandi minna um aðra umferð á meðan, bæði á hringtorginu og gönguleiðunum allt í kring.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation